Til stóð að Túttífrútturnar yrðu með sjóðheitt brrrrlesk show til að bræða hug og hjörtu fólks í Menningarhúsinu Tjarnarborg 14. febrúar á sjálfan Valentínusatdaginn.

Þær sjá sér ekki annað fært en að fresta sýningunni til vors vegna slæmrar veðurspár.

Burlesk er sviðslistaform sem einblínir á jákvæða líkamsímynd sem er endurspeglað í gríni, dans og almennum gleðilátum. Oft er því um hold og fullorðinshúmor um að ræða og sýningin ætluð 20 ára og eldri.

Mynd: Túttífrútturnar