Eins og komið hefur fram í fréttum er mikið álag á viðbragðsaðilum vega gossins í Geldingadölum.

Félagar úr Björgunarsveitinni Strákum fóru á dögunum suður til að leggja félögum sínum líð ásamt fjölda annarra björgunarsveita og taka vaktir á svæðinu.

Á mánudaginn voru Bryndís, Pálmi, Júlíus, Ingvar og Tryggvi á staðnum og var í nægu að snúast. Verkefnin voru meðal annars umferðarstjórn, gæsla við gosið og sjúkraflutningar. Vaktin hófst um hádegi og var síðasta sjúkraflutningi lokið um kl. 3 eftir miðnætti.

Meðfylgjandi eru myndir af facebook síðu Björgunarsveitarinnar Stráka.