Á vefsíðu Veitingageirans segir að bókunarstaða hjá Sigló hótel á Siglufirði næstu mánaða lítur vel út og svo virðist sem ekkert lát sé á fjölgun bókana.

Þetta segir Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri hótelsins, í Morgunblaðinu í gær. Að hennar sögn gekk sumarið vonum framar.

„Sumarið hefur verið mjög gott og nýtingin var í raun svipuð og í fyrra. Þetta var jafnvel betra í júlí núna en á síðasta ári“

segir Kristbjörg og bætir við að reynt hafi verið að beina markaðssetningu að Íslendingum.

Þá segir hún ákvörðun stjórnvalda um hertar aðgerðir á landamærum rétta.

„Við erum að treysta á Íslendingana núna. Ég held að þetta hafi verið rétt ákvörðun fyrir okkur að gera þetta með þessum hætti. Ef við værum að fá aðra bylgju myndi enginn koma hingað,“

segir Kristbjörg.