Heiðveig María Einarsdóttir

Heiðveig María Einarsdóttir

Heiðveig María Einarsdóttir tilkynnti rétt í þessu, að hún ásamt hópi fólks ætli að bjóða sig fram í stjórn Sjómannafélags Íslands. Þetta tilkynnti hún á facebooksíðu sinni og segir meðal annars.

“Sæl veriði kæru félagar, ég ásamt góðum hópi fólks höfum ákveðið að bjóða fram til stjórnar Sjómannafélags Íslands skv. auglýsingu þann 16. maí síðastliðin.

Skv. auglýsingunni þá þurfum við 100 meðmælendur með listanum okkar og erum við að vinna í því að safna þeim þessa stundina og óskum eftir meðmælum frá þér. Við höfum ekki fengið félagalista og vitum því i raun ekki hverjir eru i félaginu – því óskum við eftir meðmælendum við framboðið okkar til þess að geta boðið fram.

Vinsamlega hafið samband við mig eða einhvern af framboðinu eða hlaðið niður meðfylgjandi skjali, kvittið og sendið okkur á netfangið: sjomenn2018@gmail.com 

Það er rétt að taka það fram að meðmæli með listanum er ekki það sama og að kjósa hann, það er eingöngu til þess að geta boðið fram, mér vitanlega eru ekki önnur framboð í undirbúningi og því nauðsynlegt til þess að það fari fram kosningar í félaginu. Rafrænar kosningar munu fara fram dagana 5.-19.júní n.k.

Verði framboðið samþykkt að öllum skilyrðum uppfylltum munu fara fram kosningar og mun framboðið þá kynna málefni sín og áherslur í framhaldinu og hvet ég alla sem hafa einhverjar spurningar eða vangaveltur að hafa samband við mig eða einhvern af okkur.

 

Verði framkvæmd kosninganna með þeim hætti að niðurstaðan sé hafin yfir allan vafa þá er það a.m.k. sú niðurstaða að félagsmenn sjálfir hafa valið sínar áherslur í félaginu, þá niðurstöðu hver svo sem hún verður komum við til með að virða og hvet ég aðra til þess sama.

Á sama tíma vil ég hvetja alla félagsmenn til þess að kynna sér bæði framboðin, málefni þeirra og áherslur á sínum eigin forsendum á málefnalegan hátt og leita sér upplýsinga ef þörf er á því – og þá jafnframt mynda sér sína eigin skoðun út frá því.

Við hvetjum líka alla félagsmenn til þess að kjósa í þessum kosningum sama hvort framboðið þeir kjósa að veita atkvæði sitt.

Með fyrirfram þökk og ósk um gleðilega sjómannadagshelgi.
Heiðveig María Einarsdóttir. ”

#fullaferd