Á vefsíðu Menningarfélags Húnaþings vestra má lesa:

Það styttist óðum í Söngvarakeppnina 2019. Ekki þessa evrópsku, heldur okkar hér í Húnaþingi vestra. Keppni sem hefur verið haldin ár eftir ár (með einstaka undantekningum) af hinum ýmsum aðilum. Menningarfélagið heldur skemmtunina í ár og er það í annað sinn sem við höfum haft það skemmtilega hlutverk. Söngvarakeppnin 2018 tókst frábærlega og við erum ansi spennt fyrir 8. júní n.k.

Já, keppnin verður haldin laugardagskvöldið 8. júní næstkomandi í Félagsheimilinu Hvammstanga. Keppnin hefst kl. 20:00 og húsið opnar kl. 19:30. Sú nýbreytni er þetta árið að aldurstakmarkið á keppnina er 16 ár (í fylgd með forráðamanni). Það vildum við endilega prófa til að auka þátttöku 16-18 ára í viðburðum sem þessum.

Að keppni lokinni (sem er sennilegast í kringum kl. 23:00) leikur sem hin fantagóða hljómsveit Albatross fyrir dansi. Þá er óhætt að taka smá trylling á dansgólfinu. Dansleikurinn er þó aðeins fyrir 18 ára og eldri.

Allt þetta aldurstakmark er að sjálfsögðu vegna þess að það verður bar á staðnum, FarBarinn.

Miðaverð er sem hér segir:

  • Söngvarakeppni og dansleikur 5.000 kr. / 4.500 kr. fyrir meðlimi Menningarfélags Húnaþings vestra
  • Söngvarakeppni 2.000 kr.
  • Dansleikur 3.500 kr.

Styrktaraðilar eru Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra, Hvammstangi Hostel og Menningarsjóður Sparisjóðs Vestur-Húnavatnssýslu