Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í verkið: Skálarhlíð – Endurnýjun þaka og þaksvala.

Skálarhlíð – Dvalarheimili aldraða á Siglufirði stendur við Hlíðarveg 45 Siglufirði og var byggt árið 1990 skv. Þjóðskrá Íslands. Húsið er steinsteypt og útveggir múraðir, málaðir og einangraðir að innan. Gluggar eru hefðbundnir timburgluggar og útihurðar úr harðvið. Þak aðalbyggingar (mathl.01) sem á að endurnýja er timburþak með skrúfaðri trapizu stálklæðningu og þakpappa. Þaksvalir eru með snjóbræðslu, einangrun, þakdúk og hellum og/eða timburflísum.

Hægt er að nálgast útboðsgögn á netfangið armann@fjallabyggd.is

Tilboði skal skila í Ráðhús Fjallabyggðar eigi síðar en 12. október 2023 kl. 14:00.