Eyfirski safnadagurinn fer fram á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl. Viðburðurinn hóf göngu sína árið 2007 og hefur verið haldinn árlega síðan. Markmiðið er að vekja athygli á fjölda fróðlegra og forvitnilegra safna sem eru við Eyjafjörð. Enginn aðgangseyrir er að söfnunum á Eyfirska safnadeginum.

Í tilefni komu sumarsins munu 16 söfn og sýningar opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi kl. 13-17. Þema dagsins í ár er: ferðalög.

Eftirtalin söfn verða opin á Eyfirska safnadaginn:

  • Siglufjörður: Síldarminjasafn Íslands
  • Dalvík og Svarfaðardalur: Byggðasafnið Hvoll
  • Hrísey: Hús hákarla Jörundar
  • Akureyri: Amtsbókasafnið á Akureyri (opið kl. 13-14), Davíðshús, Flugsafn Íslands, Iðnaðarsafnið á Akureyri, Leikfangasýningin Friðbjarnarhúsi, Listasafnið á Akureyri, 
  • Minjasafnið á Akureyri, Mótorhjólasafn Íslands, Nonnahús og Norðurslóð.
  • Eyjafjarðarsveit: Smámunasafn Sverris Hermannssonar í Sólgarði.
  • Grýtubakkahreppur: Gamli bærinn Laufás, Útgerðarminjasafnið á Grenivík.

Margt fróðlegt og skemmtilegt verður í boði á söfnunum þennan daginn!

Nánari upplýsingar um viðburði má sjá á facebook-síðu Safna og sýninga við Eyjafjörð.
Myllumerki Eyfirska safnadagsins er #eyfirski