Grunnskóli

Grunnskóli Fjallabyggðar, Siglufirði

Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar 23. apríl var lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 15.04.2019 þar sem fram kemur að tilboð í 3. áfanga grunnskólalóðarinnar á Siglufirði voru opnuð mánudaginn 15 apríl.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Sölvi Sölvason 12.352.925
Fjallatak ehf 12.371.350
Bás ehf 12.992.825
Kostnaðaráætlun er kr. 11.253.440.

Einnig var Sölvi Sölvason með lægra tilboð í endurgerð 2.-3. áfanga á grunnskólalóðinni í Ólafsfirði.
Tvö tilboð bárust í verkið. Kostnaðaráætlun var 59.798.597 kr. og var lægstbjóðandi Sölvi Sölvason með tilboð uppá 61.404.775 kr.