Sóttvarnalæknir mælir með að ferðamenn sleppi ónauðsynlegum ferðalögum til skilgreindra áhættusvæða Opnast í nýjum glugga, þar sem COVID-19 faraldur er í gangi og samfélagssmit er talið útbreitt. Hafa ber í huga þau áhrif sem aðgerðir stjórnvalda á þeim svæðum geta haft á ferðaáætlanir og fylgjast vel með fréttum, þarlendis og á vef embættis landlæknis þar sem skilgreiningar á svæðum með viðvarandi smit geta breyst hratt.

Einstaklingar, með búsetu á Íslandi, sem hafa verið á skilgreindum áhættusvæðum Opnast í nýjum glugga og snúa heim eru hvattir til að halda sig heima í 14 daga eftir að þeir hafa yfirgefið skilgreind áhættusvæði, sjá leiðbeiningar til einstaklinga í sóttkví Opnast í nýjum glugga. Ef þeir fá einkenni frá öndunarfærum, sérstaklega með hita, skulu þeir hafa samband við Læknavaktina í síma 1700 eða sína heilsugæslu símleiðis en ekki mæta óboðaðir á sjúklingamóttökur.

Fleiri lönd, flest í Asíu, hafa tilkynnt aukinn fjölda tilfella og mögulegt samfélagssmit á undanförnum dögum, ráðleggingar þessar verða uppfærðar eftir því sem málin skýrast.

Sóttvarnalæknir hvetur einstaklinga á ferðalögum erlendis, sérstaklega þar sem COVID-19 hefur verið staðfest að:

  • Fylgjast vel með ferðatakmörkunum og fjöldasamkomutakmörkunum á þeim svæðum og aðlaga ferðaáætlanir eins og þurfa þykir.
  • Gæta vel að almennu hreinlæti, sérstaklega handþvotti með sápu og vatni Opnast í nýjum glugga.
  • Handspritt má nota ef ekki er hægt að þvo hendur. Þó skyldi alltaf þvo hendur með sápu og vatni ef þær eru sýnilega óhreinar.
  • Forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni/hósta.
  • Ekki snerta munn, nef eða augu með óþvegnum höndum.
  • Nota pappír fyrir vit við hnerra og hósta og þvo hendur reglulega. Henda skal pappír eftir notkun.
  • Forðast samneyti við villt dýr eða dýr á almennum mörkuðum.