„Mín helstu áherslumál er að efla tónlistarmenntun í Fjallabyggð til dæmis með því að hvetja og styðja tónlistarkennara til að sækja sér meiri endurmenntun og jafnframt að koma á meiri samvinnu meðal tónlistarfólks í Fjallabyggð.”

Rodrigo Junqueira Thomas (Guito) finnst eins og mörgum þurfa að auka rútuferðir milli bæjarkjarnanna og að nauðsynlegt sé að finna farsæla lausn á því. Eins finnst honum að það mættu vera fleiri göngustígar og að viðhalda þurfi merkingum á gömlum gönguleiðum í Fjallabyggð.

Guito er fæddur 21. ágúst 1970 í Lajeado/RS í Brasilíu. Guito flutti til Ísland 15. nóvember 2007 og flutti hann þá til Siglufjarðar þar sem hann bjó til ársins 2014 en þá flutti hann til Ólafsfjarðar. Hann er giftur Priscila Jaques Vieira og eiga þau tvö börn Vítor Vieira Thomas 18 ára og Lucas Vieira Thomas 8 ára.

Guito menntaði sig í skóla í Sinfóníuhljómsveit Porto Alegre (OSPA) þar sem hann lærði tónheyrn, lýrískan söng og tónfræði, tók síðan próf hjá Ordem dos Músicos do Brasil, og fékk þá kennsluréttindi fyrir gítarleik og söng. Eftir að Guito flutti til Íslands fór hann í nám í Tónskóli Þjóðkirkjunnar þar sem hann lærði kórstjórn og orgelleik. Hann lærði textagerð hjá Berklee College of Music í Boston þar sem hann tók einnig meistarapróf í gítarleik. Guito er nú í viðbótarnámi í Falmouth University í London þar sem hann er að taka BA(Hons) in Creative Music Performance. Einnig hefur Guito lokið menntunarfræði diplóma, kennsluréttindi frá Háskólanum á Akureyri.

Guito er tónlistakennari hjá Tónlistarskóla Tröllaskaga og kennir einnig við Menntaskólann á Tröllaskaga og er organisti í Siglufjarðarkirkju. Hann vann fyrir upptöku- og upplýsingafyrirtæki í Brasilíu og hefur reynslu af tónlistarheiminum í Brasilíu.

Áhugamál Guito eru tónlist, fótbolti, útivist og samvera með fjölskyldu og vinum.

Frétt fengin af facebooksíðu: Betri Fjallabyggðar