8. sæti skipar Irina Marinela Lucaci verslunarstjóri ÁTVR.

Ég er búin að vera gift Catalin Alexandru Sipoteanu sem hefur starfað hjá Primex síðan 2009.

Saman eigum við tvo stráka, Andrei Robert 11 ára og Bogdan Alexandru 8 ára.

Við erum að uppruna frá Rúmeníu en erum búin að vera búsett á Siglufirði frá því 2001 og höfum komið okkur vel fyrir á Laugarvegi 5. Sjálf er ég 40 ára og starfa í dag sem verslunarstjóri ÁTVR, en áður starfaði ég hjá Rammanum og Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar(nú HSN).

Helstu áhugamálin eru stundir með fjölskyldu og þá hef ég einnig mjög gaman af því að elda og baka.

Ástæðan fyrir því að ég tók sæti á H-listanum er vegna þess að mig langaði að hjálpa til að gera bæinn okkar að betri stað fyrir fjölskyldur með börnin í forgangi.

Atvinnu- og húsnæðismálin eru mér einnig hugleikin og þarf Fjallabyggð að beita sér eins og hægt er í þeim málum.

 

 

Frétt fengin af facebooksíðu: H-Listans