Fólk kom víða saman í gær til að fylgjast með úrslitakvöldi Söngvakeppninnar.

Fimm lög kepptu á úrslitakvöldinu, en það voru Ísold & Helga – Meet me hal­fway, Daði Freyr og Gagna­magnið – Think about things, Nína – Echo, Ída – Ocul­is vi­d­ere og Dimma – Al­myrkvi.

Andri Hrannar bauð upp á snakk, nammi og ís

Í Maspalomas á Gran Canaria komu nokkrir Siglfirðingar saman til að horfa á keppnina heima hjá Andra Hrannari Einarssyni. Auk Andra mættu þau Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason sem búa í helli í Barranco de la Angostura og Lilja Marteinsdóttir (dóttir Marteins Kristjánssonar og Ástu Óladóttur) sem er í fríi á Kanarí ásamt dætrum sínum þeim, Rebekku Sól og Viktoríu Nótt Ragnarsdætur. Hafa þær mæðgur verið búsettar í bænum Lier í Noregi undanfarin níu ár og líkar vel.

Þær mæðgur, Rebekka Sól, Lilja Marteinsdóttir og Viktoría Nótt

Þar voru skiptar skoðanir á keppendum og tónlist eins og við mátti búast og skapaðist skemmtileg stemming á meðan á keppninni stóð.

Þegar í ljós kom að Dimma og Daði Freyr og Gagna­magnið komust í úr­slita­ein­vígið skiptist hópurinn í tvennt. þrír héldu með Dimmu og þrír með Daða Frey og Gagnamagninu.

Tónlistarmaðurinn og hljóðmaðurinn að ræða saman um tæknivandamál RÚV

Þótt ekki væru allir alveg sáttir við úrslitin var hópurinn sammála um að Daði Freyr og Gagnamagnið verði verðugir fulltrúar Íslands í ár.

Eins og þegar Siglfirðingar koma saman er gaman, mikið spjallað, hlegið og rykið dustað af gömlum minningum.

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva mun í ár fara fram í Rotterdam í Hollandi þann 16. maí næstkomandi.