Nú er diskurinn hans Leós einnig fáanlegur á USB formati, en tæknin hefur verið að þróast í þá áttina að það eru ekki lengur allir með geislaspilara á heimilum eða í bílum sínum og við þeirri breytingu verður auðvitað að bregðast.

Björgunarsveitin Strákar er söluaðili disksins og gengur stór hluti andvirðisins til hennar. Sölustaðir eru Veitingastaðurinn Torgið og SR Bygg. á Siglufirði, en til stendur að fara í frekara söluátak næstu tvær helgar.

Þá er nýtt myndband með þeim Evu Karlottu og Róbert Óttarssyni aðgengilegt á youtube þar sem þau syngja syrpu af eldri lögunum eftir Leó.