Nokkuð lengi hefur komið upp umræða öðru hverju um ólykt í Ólafsfirði, sem kemur að langmestu leyti frá fyrirtækinu Norlandia ehf.

Nú er svo komið að Heilbrigðisnefnd NV íhugar að endurskoða starfsleyfi fyrirtækisins.

Margoft hefur komið til kasta Heilbrigðiseftirlitsins vegna kvartana yfir þessari lykt, eins og fram kemur í fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 21. maí 2019, en þar segir meðal annars:

b) Heilbrigðisnefndin óskar eftir greinargerð frá Norlandia fyrir 10. júní nk. vegna ítrekaðra kvartana um lyktarmengun frá fyrirtækinu, en svo virðist vera sem að þau fyrirheit um bættan mengunarvarnabúnað hafi ekki gengið eftir. Í framhaldinu mun nefndin taka til skoðunar að endurskoða starfsleyfisskilyrði fyrirtækisins.

Hér birtum órekjanlega könnun, í örfáum liðum, á því hvað lesendum finnst um þessa lykt.