Að gefnu tilefni vill Eining-Iðja benda fyrirtækjum og félagsmönnum á þá staðreynd að þeir sem fengnir eru í starfsþjálfun eða til prufu í vinnu eiga að fá borgað fyrir þann tíma sem unnið er.

Of margir félagsmenn hafa leitað til félagsins og sagt frá því að þeir hafi ekki fengið greitt fyrir vinnu þar sem þeir væru til prufu. Sérstaklega á þetta við í veitingageiranum.

Eining-Iðja bendir félagsmönnum, sem lent hafa í þessu, á að hafa samband við félagið sem mun ganga í málið.