Fjöldi manns kom og fagnaði 60 ára afmæli Sjálfsbjargar á Siglufirði laugardaginn 9. maí. Boðið var upp kaffiveitingar þar sem veisluborðið nánast svignaði undan girnilegum tertum og brauðréttum.

Í stjórn Sjálfsbjargar á Siglufirði eru: Hafdís E. Gísladóttir formaður, Sigurrós Sveinsdóttir varaformaður, Guðný Guðmundsdóttir ritari, Katrín Andersen gjaldkeri, Björg Einarsdóttir meðstjórnandi, María Lillý Ragnarsdóttir meðstjórnandi og Finnur Óskarsson.

Sjálfsbjörg á Siglufirði er með vinnustofu sem er opin alla virka daga frá kl. 13.00 – 16.00, þar sem daglega mæta 10 – 15 manns og allir eru velkomnir.

Glæsilegt kaffihlaðborð

 

Undirbúningur í fullum gangi

 

Um 70 manns mættu og fengu sér kaffi og meðlæti í góðum félagsskap

 

Glatt á hjalla

 

Það var 20% afsláttur af öllum vörum hjá Sjálfsbjörg í dag

 

Texti og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir