Appelsínu- og karrýkjúklingur

  • 900 gr kjúklingabringur
  • 1 laukur
  • ca 2 tsk karrý
  • sveppir
  • lítil dós tómatpuré (70 gr)
  • hýði af 1 appelsínu
  • 1 kjúklingateningur
  • 5 dl rjómi
  • ca 2 msk rjómaostur
  • salt og pipar

Skerið kjúklingabringurnar í bita, hakkið laukinn og sneiðið sveppina. Bræðið smjör á pönnu og steikið kjúklingabitana. Bætið sveppum, lauk og karrý á pönnuna og steikið áfram um stund.

Bætið rjóma, tómatpuré, rifnu appelsínuhýði, rjómaosti og kjúklingateningi á pönnuna. Látið sjóða um stund og smakkið til með salti og pipar.

Berið réttinn fram með hrísgrjónum, salati og kasjúhnetum sem er stráð yfir kjúklinginn.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit