Jóhanna Guðrún gaf út plötuna Jól með Jóhönnu á fimmtudaginn 19. nóvember.

Úrval af lögunum verður leikið á FM Trölla í tilefni komandi jóla.

Á plötunni eru 10 lög. Fimm þeirra eru frumsamin og fimm tökulög. Tveir gestasöngvarar eru á plötunni en það eru þeir Sverrir Bergmann og Eyþór Ingi Gunnarsson.

Jól með Jóhönnu

Fyrr í nóvember sendi Jóhanna frá sér fyrsta lagið af plötunni. Það er lagið Löngu liðnir dagar og er það samið af Jóni Jónssyni en textann samdi Einar Lövdahl Gunnlaugsson. 

Þá samdi Bubbi Morthens eitt lag á plötunni, og Gunnar Þórðarson eitt. En auk þess inniheldur platan útgáfu Jóhönnu á laginu Vetrarsól eftir Gunnar. 

Platan er komin út á streymisveitum og á geisladiski en eftir helgi kemur glæsileg vínyl-útgáfa á hvítum vínyl.

Hægt er að panta plötuna í vefverslun Öldu Music og hjá Heimkaupum en fyrstu 50 seldu eintökin hjá Heimkaupum koma árituð af Jóhönnu. Platan er einnig fáanleg í helstu plötubúðum og í verslunum Pennans.

Lagalisti plötunnar:

  1. Löngu liðnir dagar
  2. Mín eina jólaósk
  3. Takk fyrir þig
  4. Geymdu það ei til jóladags
  5. Hjartað lyftir mér hærra (ásamt Eyþóri Inga)
  6. Haltu utan um mig (ásamt Sverri Bergmann)
  7. Draumur á jólanótt
  8. Velkomin jól
  9. Vetrarsól
  10. Ave María

Platan á Spotify