Risotto

  • 200 g risotto-grjón
  • 25 g skalotlaukur
  • 500 ml kjúklingasoð
  • 100 g sveppir
  • 20 g villisveppir
  • 50 g parmesan
  • 50 ml rjómi
  • salt og pipar

Brúnið laukinn létt í potti eða pönnu og setjið grjónin svo út í ásamt kjúklingasoðinu og sjóðið þar til þau verða léttelduð eða í um 10 mínútur. Brúnið næst sveppina á sér pönnu og setjið svo út í grjónin ásamt rjómanum og rifnum parmesan. Smakkið til með salti og pipar.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit