Á 119. fundi hafnarstjórnar Fjallabyggðar var lagt fram erindi Þorbjörns Sigurðssonar þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum sem yfirhafnarvörður hjá Fjallabyggðarhöfnum.

Hafnarstjórn felst á framlagða ósk yfirhafnarvarðar um lausn frá störfum og þakkar yfirhafnarverði fyrir vel unnin störf á undanförnum árum og óskar honum alls velfarnaðar í framtíðinni.