Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2019-2020. Sjóðnum bárust alls 100 umsóknir og var heildarupphæð umsókna rúmar 219 millj. kr. Veittir voru styrkir til 44 verkefna að upphæð rúmlega 57 millj. kr.

Fjölskyldusvið Húnaþings vestra sótti um styrk í Sprotasjóð fyrir verkefnið “Samskipti og skapandi starf”  fyrir Leikskólann Ásgarð, Leikskólann barnabæ, Leikskólann Vallarból, Leikskólann Barnaból og Leikskólann Lækjarbrekku.

Sprotasjóður er sameiginlegur fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk sjóðsins að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.

Áherslusvið sjóðsins að þessu sinni voru:

  • Efling íslenskrar tungu
  • Lærdómssamfélag í samvinnu innan eða milli kerfa
  • Færni til framtíðar

Heildarumsóknir til sjóðsins skiptust eftirfarandi milli skólastiga: Verkefni í leikskólum 19, í grunnskólum 54, í framhaldsskólum 10 og þvert á skólastig 17 umsóknir (þar af var 1 umsókn frá leik- grunn- og framhaldsskólastiginu, 13 umsóknir frá leik- og grunnskólastiginu og  3 umsóknir frá grunn- og framhaldsskólastiginu).

Hér má sjá yfirlit yfir þau verkefni sem hlutu styrk