Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnir enn og aftur á tilmæli almannavarna þess efnis að fólk haldi sig heima um páskana. 

„Eigum við ekki að slaka á núna um helgina og vera heima? Taka páskana í rólegheitum í fjarfundi með stórfjölskyldunni, matarboð með vinunum í gegnum fjarfundi? Njótum návistar við okkar nánustu, verum áfram góð hvert annað og höldum áfram að vera ábyrg. Þá tekst okkur að komast í gegnum þetta.“