Lögð fram tillaga að gjaldskrám á  676 fundi bæjarráðs Fjallabyggðar og álagningu fyrir árið 2021.

Gjaldaliðir vegna fasteignagjalda verða eftirfarandi: Fasteignaskattsprósenta verður óbreytt (A 0,49%, B 1,32% og C 1,65%). Lóðarleiguprósenta verður óbreytt (A 1,90% og C 3,50%).

Afsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verður óbreyttur á milli ára, að hámarki kr. 70.000.
Tekjumörk verða sem hér segir:

Fl. Einstaklingar Afsláttur
1. – – 3,300,000 100%
2. 3,300,001 – 3,900,000 75%
3. 3,900,001 – 4,525,000 50%
4. 4,525,001 – 5,150,000 25%
5. 5,150,001 – – 0%

FL. Hjón/Sambýlisfólk Afsláttur
1. – – 5,000,000 100%
2. 5,000,001 – 5,800,000 75%
3. 5,800,001 – 6,400,000 50%
4. 6,400,001 – 7,000,000 25%
5. 7,000,001 – – 0%