Marinó Flóvent Birgisson er lærður bakari og vann við það í 18 ár hér á árum áður og hefur nú tekið upp sleifina aftur og bakar nú fyrir kaffihús í Reykjavík í hlutastarfi.

Ásamt því að halda úti YouTube rásinni Majó Bakari  ( https://www.youtube.com/majobakari ) sem er á íslensku og að mestu leyti um súrdeigsbakstur.

Að þessu sinni birtir Trölli.is Youtube myndband Marinós Flóvents þar sem hann kennir bakstur á randalínu, sem eru alveg ómissandi fyrir jólin.