Nýlega var sagt frá því hér á trolli.is að Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar samþykkti 2018 að úthluta fimm lóðum á Flæðunum í Ólafsfirði.

Þar er nú þegar eitt hús í smíðum, syðst í bænum. Verið er að smíða einingar í annað sem á að byggja þar og heimildir herma að það þriðja sé í undirbúningi.

Einnig er verið að grafa grunn fyrir nýtt hús sem á að byggja á bakvið Arionbankahúsið í miðbænum.

Það má því segja að mikil og góð uppbygging er í Ólafsfirði um þessar mundir.

 

 

Myndir: Björn Valdimarsson
Sjá fleiri myndir eftir Björn Valdimarsson: Hér