Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístundar- og menningarmála í Fjallabyggð fór yfir skipulagið í Frístund á haustönn 2022 á 113. fundi fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

Mikil þátttaka er í Frístund, yfir 90% nemenda 1.-4. bekkja eru skráðir þegar mest er.

Frístund er samstarf Fjallabyggðar, grunnskólans, íþróttafélaga og tónlistarskólans og fer fram í klukkustund daglega að lokinni kennslu nemenda í 1.-4. bekk.