Eins og lesendum Trölla.is er eflaust kunnugt er hægt að skoða nokkrar vefmyndavélar á vefsíðu Trölla.

Þar er nýbúið að semja við nýjan streymisaðila til að streyma vélinni frá Siglufirði, sem hefur verið mest heimsótt af þessum vélum. Streymið frá henni er þess vegna stöðugra og myndin skýrari en áður.

Tvær myndavélar eru í Ólafsfirði sem hafa verið í ólagi um nokkurt skeið en eru nú komnar í lag aftur.

Nýlega var bætt inn myndavél frá höfninni í Hofsósi, en þar að auki eru myndir frá Sauðárkróki, Dalvíkurhöfn og skíðasvæðinu í Skarðsdal.

Það eru því alls 7 vefmyndavélar til sýnis á vef Trölla.is undir flipanum Vefmyndavélar efst á síðunni.

Vefmyndavél í Ólafsfirði 12. 12. 2020


Myndir/skjáskot úr vefmyndavél