Vetrartími tók gildi á meginlandi Evrópu í nótt kl. 01.00 og var klukkunni seinkað um eina klukkustund. Þannig verður því háttað næstu 22 vik­ur. Nú er því klukkan það sama á Íslandi og á Kanaríeyjum.

Evr­ópuþingið samþykkti árið 2018 að klukku­hringli milli sum­ar- og vetr­ar­tíma skyldi hætt í Evr­ópu.

Gert var ráð fyr­ir að breyt­ing­in tæki gildi nú í haust. Fyr­ir þann tíma þarf hvert ríki fyr­ir sig að ákveða hvort það hyggst halda í nú­ver­andi sum­ar­tíma, sem þegar er í gildi meiri­hluta árs­ins, eða vetr­ar­tím­ann.