Ofnbakaðir kartöfluhelmingar

  • 12 kartöflur
  • ½ bolli brætt smjör
  • rifinn parmesan ostur
  • hvítlauksduft
  • önnur krydd eftir smekk ( gott að nota kryddblöndu með salti, timjan og sítrónu frá Jamie Oliver)

Hitið ofninn í 200°. Skerið kartöflur í tvennt á langhliðina. Bræðið smjör og setjið í botninn á eldföstu formi (passið að hafa formið ekki of stórt, smjörið þarf að fylla vel út í formið) og rífið vel af parmesan osti yfir. Kryddið með öðrum kryddum og raðið kartöflunum í formið með sárið niður í smjörið.

Bakið í 40-45 mínútur.

Berið fram með sýrðum rjóma.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit