Aðalheiður Eysteinsdóttir

Það var margt um manninn þegar að 10 ára menningarstarfi í Alþýðuhúsinu var fagnað um sl. helgi.

Aðalheiður Eysteinsdóttir, bæjarlistamaður Fjallabyggðar og eigandi Alþýðuhússins hefur einnig gefið út bók í tilefni af þessum 10 ára tímamótunum.

Aðalheiði fannst vel við hæfi að bjóða til vinnustaðasýningar í Kompunni þar sem sett eru upp verk unnin á ferðalögum sl. ár ásamt því að veita innsýn inn í vinnustofuna.  

Þegar bæjarstjóri Fjallabyggðar Sigríður Ingvarsdóttir leit inn var að sjálfsögðu heitt á könnunni og borð svignuðu undan gómsætum veitingum sem Alla bauð upp á af sinni alkunnu gestrisni og gestir kunnu svo sannarlega vel að meta.

Daglega verður opið í anddyri Alþýðuhússins og Kompunni frá kl. 14:00-17:00 til 21. desember.

Myndir/Sigríður Ingvarsdóttir