Í gestaherberginu í dag verður kökuþema. Nú þegar styttist í jólin, kökuhátíðina miklu, þá er um að gera að hafa kökuþema og rifja upp hvaða kökur voru í uppáhaldi í barnæsku þáttarstjórnenda, sem eru Helga og Palli, því hvað er betra en góð kaka?

Föstu liðirnir: Áhættulagið, Tónlistarhorn Juha og óskalögin verða á sínum stað en að öðru leiti er þátturinn nokkuð óundirbúinn eins og oftast áður.

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.