Lagt var fram vinnuskjal slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar á 695. fundi bæjarráðs, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna nýliðunar í slökkvilið Fjallabyggðar.

Auk þess sem fram kemur að skipaðir hafa verið varðstjórar, einn í hvorum byggðarkjarna og sækja þeir stjórnendanámskeið hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun nú í maí.

Bæjarráð samþykkir að á árinu 2021 verði nýliðun í slökkviliði Fjallabyggðar samtals 6 slökkviliðsmenn, 3 í hvorum byggðarkjarna og er áætlaður kostnaður vegna launa, menntunar og búnaðar, kr. 3.128.886

Bæjarráð felur slökkviliðsstjóra jafnframt að uppfæra brunavarnaráætlun sveitarfélagsins og leggja fyrir bæjarráð.