Líkt og undanfarin ár verður Ungmennafélagið Glói með hlaup fyrir börn á 17. júní.

Síðustu ár hefur hlaupið farið fram á malarvellinum en þar sem framkvæmdir eru hafnar þar er áætlað að færa hlaupið yfir á Rammalóðina.

Hlaupið er fyrir börn 6 – 11 ára, fædd 2012 – 2017 og hefst kl. 11.30.

Vonast er til að sjá sem flesta mæta til að hlaupa og til að hvetja hlaupagarpana.


Mynd/Ungmennafélagið Glói