Minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um stöðu umsókna um stöður skólastjóra og frístundafulltrúa var lagt fram á 793. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar.

Bæjarráð fagnar því að búið sé að ráða í stöðu tómstundafulltrúa og væntir mikils af þeirri stöðu. Í ljósi þess að engar umsóknir bárust um stöðu leikskólastjóra þá er fagnaðarefni að tveir hæfir aðilar sóttu um stöðu skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.