Skagafjarðarhafnir hafa fengið afhentan dráttarbát sem kemur til með að hækka þjónustustig hafnarinnar og auka öryggi til muna. Báturinn er langþráð verkfæri við komur og brottfarir flutningaskipa og stærri fiskiskipa en flutningaskipin hafa kallað mjög eftir þessari þjónustu sem og gesta-togararnir.

Báturinn er smíðaður af Damen í Hollandi árið 2007. Hann er 19,3m á lengd og 7,3m á breidd og 96 brúttótonn. Með tvær 1000 hestafla caterpillarvélar og tvær skrúfur.

Nú tekur við vinna að skrá skipið á íslenskt flagg og æfa starfsmenn í meðhöndlun og stjórntökum.

Nokkur skemmtiferðaskip hafa boðað komu sína á næstu árum og flutningur á lóðs hefur hingað til verið á trillum.

Báturinn er því kærkomin viðbót fyrir Skagafjarðarhafnir.

Mynd/Skagafjörður