Í dag ætla ég að spila ársgamla plötu í heild sinni. Platan heitir Medicine at midnight, er með hljómsveitinni Foo Fighters og var gefin út í febrúar í fyrra.

Foo Fighters er bandarísk rokkhljómsveit sem var stofnuð árið 1994 í Seattle í Bandaríkjunum. Hljómsveitin var stofnuð af fyrrverandi trommuleikara hljómsveitarinnar Nirvana, honum Dave Grohl, sem eins manns verkefni eftir upplausn Nirvana eftir að aðal lagahöfundur, gítarleikari og söngvari þeirrar hljómsveitar, Kurt Cobain, framdi sjálfsmorð. 

Nafnið Foo Fighters kemur af gælunafn sem flugmenn bandamanna hafa búið til um fljúgandi furðuhluti (UFO)  og önnur fyrirbæri í loftinu. 

Frá því hljómsveitin var stofnuð hafa þeir félagar unnið 12 Grammyverðlaun, þar á meðal fern verðlaun fyrir flokkinn besta rokkplatan.
Þeir voru teknir inn í “Frægðarhöll rokksins” (Hall of fame) árið 2021, fyrsta hæfisár þeirra, þ.e.a.s. það ár sem þeir áttu fyrst möguleika á því.

Áður en fyrsta platan, sem bar nafnið Foo Fighters, kom út árið 1995 þar sem Dave Grohl var eini opinberi meðlimur hljómsveitarinnar, fékk hann til sín bassaleikarann ​​Nate Mendel og trommuleikarann ​​William Goldsmith, báðir áður í hljómsveitinni Sunny Day Real Estate, auk Nirvana-gítarleikarans Pat Smear. Hljómsveitin kom fyrst fram á tónleikum í Portland í Oregon fylki í bandaríkjunum. Goldsmith trommari hætti í hljómsveitinni þegar upptökur á annarri plötu þeirra stóðu yfir, The Color and the Shape (1997). Flestir trommuhlutar laganna á plötunni voru enduruppteknir af Dave Grohl, enda hann með góða reynslu sem fyrrum trommari Nirvana. Gítarleikarinn Smear fór skömmu síðar en kom oft fram sem gestur með hljómsveitinni frá 2005 en hann gekk aftur til liðs árið 2010.

Foo Fighters eftir framkomu á tónleikum í júní 2018. Meðlimir frá vinstri til hægri: Chris Shiflett, Taylor Hawkins, Dave Grohl, Nate Mendel, Rami Jaffee og Pat Smear.
Mynd: Wikipedia

Í stað Smear og Goldsmith komu Franz Stahl og Taylor Hawkins. Stahl var rekinn áður en upptökur hófust á þriðju plötu hópsins, There Is Nothing Left to Lose (1999). Hljómsveitin hélt áfram í stutta stund sem tríó þar til Chris Shiflett bættist við á gítar eftir að upptökum á áður nefndri plötu var lokið. 

Foo Fighters gáfu út sína fjórðu breiðskífu One by One árið 2002. Henni var fylgt eftir með tveggja plötu útgáfu In Your Honor (2005), sem skiptist á milli hljóðrænna laga annars vegar og þyngra efnis hins vegar. 

Foo Fighters gaf út sína sjöttu plötu, Echoes, Silence, Patience & Grace , árið 2007.

Fyrir sjöundu hljóðversplötu þeirra, Wasting Light (2011), sem var framleidd af Butch Vig, kom Smear aftur inn sem fullgildur meðlimur. 

Sonic Highways (2014) kom út sem hljóðrás í samnefndri sjónvarpsþáttaröð sem Dave Grohl leikstýrði. 

Concrete and Gold (2017) var önnur Foo Fighters platan til að ná fyrsta sæti í Bandaríkjunum og fyrsta hljóðversplata þeirra þar sem Rami Jaffee, þaulreyndur hljómborðsleikari var með í hljómsveitinni sem fullgildur meðlimur.

Árið 2021 gaf hljómsveitin út sína tíundu breiðskífu, Medicine at Midnight, og á þá plötu munum við hlusta í dag.

Einnig koma tvö til þrjú lög sem eru ekki á þessari plötu, og jafnvel ekki með Foo Fighters.

Alls ekki missa af þættinum Tónlistin þar sem Foo Fighters verða í aðalhlutverki klukkan 15 til 16 í dag á FM Trölla og trolli.is

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum https://trolli.is/

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is