Nú stendur yfir umsóknarferli fyrir hetjuupplifanir á Norðurstrandarleið, en slíkar upplifanir eru sérstaklega valdar út og dregnar fram sem eitthvað sérstakt sem einkennir Norðurstrandarleið.

Þessar sérstöku upplifanir skapa sérstöðu fyrir Norðurstrandarleið og eru lykilþáttur í markaðssetningu á öllu því sem er í boði á leiðinni. Lesa má nánar um hetjuupplifanir í kafla 11 í söluhandbókinni (trade manual), en nú bjóða Síldarminjasafnið, Brimslóð á Blönduósi, Norðursigling, Arctic Trip, Ytra Lón og Hvalaskoðun og Ektafiskur á Hauganesi upp á slíkar upplifanir. 

Hér er tengill á söluhandbókina: https://www.northiceland.is/static/files/ACW/arcticcoastway_trademanual_digital.pdf

Nú er opið fyrir umsóknir fyrir þróun hetjuupplifanna sem verða í boði frá september 2020, en umsóknarfresturinn rennur út þann 15. febrúar 2020. Allar upplýsingar má finna í  í kafla 6 í Tool kit skjalinu sem meðlimir í Norðurstrandarleið hafa fengið sent, en þar er einnig að finna umsóknareyðublaðið. Umsóknir skal senda á info@arcticcoastway.is.

Teknar verða inn 1-3 nýjar hetjuupplifanir á næsta ári, en þann 15. mars 2020 verður ákveðið hverjar þær verða. Í framhaldinu skrifar viðkomandi samstarfsfyrirtæki undir sérstakan samning um þróun og markaðssetningu, en upplifunin þarf að vera tilbúin fyrir sölu og markaðssetningu þann 1. september 2020. Þessar upplifanir þurfa að vera í boði í minnst þrjú ár, til að skapa gott svigrúm fyrir markaðssetningu.

Frá Markaðsstofu Norðurlands.