Guðrún Hauksdóttir

Guðrún Hauksdóttir og Steingrímur Óli Hákonarson sjá um umhirðu kirkjugarðanna á Siglufirði þriðja árið í röð, bæjarbúum og brottfluttum til mikillar ánægju.

Þau sjá um þetta kröfuharða verkefni með mikilli prýði, eru þau nú þegar byrjuð að vinna vorverkin í görðunum og undirbúa sumarið.

Bjóða þau upp á sumarblóma þjónustu aftur í sumar. Það er kjörið fyrir þá sem ekki komast til að snurfusa leiðin og setja þar blóm að kaupa þessa góðu þjónustu.

Þess má geta að fréttaritari Trölla.is hefur þegar pantað blóm og umhirðu fyrir tvö leiði í sumar og er fjölskyldan virkilega þakklát fyrir þessa þjónustu.

Þeir sem áhuga hafa eru vinsamlega beðnir um að hafa samband á facebook síðu kirkjugarða Siglufjarðar eða í Gunnu Hauksdóttur í síma 869 4441.


Mynd: Kirkjugarðar Siglufjarðar