Í dag, 30. maí opnar Pálshús neðri hæðina eftir vetrardvala. Á neðri hæð hússins er m.a. Fuglasýningin “Flugþrá” og sýningin “Ólafsfjarðarvatn”.

Þá opnar Árni Rúnar Sverrisson myndlistarsýninguna “Ferðasaga” í sýningarsalnum kl. 14:00. Sýningin stendur til 26. júlí nk. og eru allir velkomnir.

Pálshús verður opið alla daga í sumar frá kl. 13:00 – 17:00.

Efri hæðin – Ólafsfjarðarstofa verður formlega opnuð 1. ágúst 2020.

Þá munu Sigtryggur Baldvinsson og Tinna Gunnarsdóttir verða með sýningar í sýningarsalnum (auglýst nánar síðar).