Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti 20. maí 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hvanneyrarbraut 30 á Siglufirði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið markast af lóðamörkum Hvanneyrarbrautar 30, landnr. 142644. Deiliskipulagstillagan felur í sér skilgreiningu á byggingarreit fyrir viðbyggingu og skapa þannig möguleika á stækkun núverandi húss til suðurs.

Tillagan liggur frammi í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24 á Siglufirði frá 25. maí 2020 til 14. júlí 2020 og á vefsíðu Fjallabyggðar fjallabyggd.is.

Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 14. júlí 2020 á Gránugötu 24, Siglufirði eða á netfangið helgairis@fjallabyggd.is

Skipulagsfulltrúi.

Deiliskipulag (5MB)