Sloppy Joe Mac n Cheese (uppskrift fyrir 2-3)

 • ¾ bolli tómatsósa í dós
 • 2 msk púðursykur
 • 1 msk tómatpúrra
 • 2 tsk Worcestershire sósa
 • ½ tsk salt
 • ¼ tsk mulinn svartur pipar

Hrærið öllu saman og leggið til hliðar.

 • 2 bollar ósoðið pasta
 • 1 msk olía
 • ¾ bolli hakkaður laukur
 • 1 græn paprika, skorin smátt
 • 2 hvítlauksrif, pressuð eða fínhökkuð
 • 225 g nautahakk
 • 1 bolli rifinn cheddar ostur

Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakkningu.

Hitið olíu á pönnu við miðlungsháan hita og steikið lauk, papriku og hvítlauk þar til mjúkt. Bætið nautahakki á pönnuna og steikið þar til fulleldað. Bætið þá sósunni á pönnuna ásamt soðnu pastanu og setjið rifinn ostinn yfir.

Lækkið hitann undir pönnunni og blandið varlega saman þar til osturinn hefur bráðnað og allt hefur blandast vel.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit