Björgunarskipið Sigurvin lagði úr höfn í Reykjavík í gær og er áætlað að skipið verði í heimahöfn á Siglufirði um kl. 14:00 í dag, laugardaginn 25. mars.

Af því tilefni býður Björgunarbátasjóður Siglufjarðar til hátíðardagskrár við smábátahöfnina við Kaffi Rauðku.

Júlíus og Tryggvi sjá um tónlistarflutning og boðið upp á léttar veitingar í Kaffi Rauðku.

Ávörp flytja:

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, Magnús Magnússon formaður Björgunarbátasjóðs Siglufjarðar, Otti Rafn Sigmarsson formaður Landsbjargar, Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri Fjallabyggðar, Birgir Viðarsson frkv.stj. sölu og ráðgjafar hjá Sjóvá og sr. Sigurður Ægisson sóknarprestur.

Allir velkomnir að fagna tímamótum með Björgunarsveitinni Strákum.

Myndir/Björgunarsveitin Strákar