Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir ábendingum um einstaklinga eða fjölskyldur sem búa í Sveitarfélaginu Skagafirði og eru tilbúin að taka þátt í auglýsingu fyrir sveitarfélagið.

Auglýsingin mun draga fram kosti þess að búa í Sveitarfélaginu Skagafirði og fá einstaklinga og fjölskyldur til að íhuga Skagafjörð sem búsetukost.

Leitað er eftir einstaklingum og fjölskyldum með ólíkan bakgrunn, til að mynda brottfluttir sem fluttu aftur heim, aðilar sem höfðu enga tengingu við sveitarfélagið fyrir flutninga, fólk sem flutti starfið með sér í Skagafjörð og einnig einstaklinga sem hafa búið hér alla tíð og vilja hvergi annarsstaðar vera.

Áætlað er að upptökur á auglýsingunni fari fram um miðjan ágúst.

Fólk er hvatt til að senda inn ábendingu með því að smella hér.