Hafrakökur með bönunum og Nutella

  • 210 gr hveiti
  • 220 gr sykur
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk salt
  • 200 gr smjör
  • 2 stórir bananar
  • 1 egg
  • 175 gr haframjöl
  • 140 gr Nutella

Hitið ofninn í 200°. Blandið hveiti, sykri, matarsóda og salti saman í skál. Skerið smjörið í bita og blandið saman við þurrefnin. Stappið bananana og blandið við deigið ásamt egginu. Bætið höfrunum í deigið og blandið öllu vel saman. Setjið Nutella í deigið með hnífi, það á ekki að blandast vel við deigið heldur vera víðs vegar um deigið.

Klæðið ofnplötu með bökunarpappír. Notið skeiðar til að setja deigdropa á bökunarpappírinn (deigið er nokkuð blautt í sér). Bakið í 8-10 mínútur.  

Kökurnar má frysta.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit