Strákagöng við Siglufjörð nyrst á Tröllaskaga.

Vita og hafnamál höfðu samþykkt að leggja einbreiðan einkaveg, frá skarðsvegi í fljótum við Lambanes og út á Sauðanes, til að þjónusta Sauðanesvita.

Þá varð allt vitlaust í ráðhúsi Siglufjarðar. Flestir vildu far að samnýta og betrumbæta. Á endanum var samþykkt að hafa bein jarðgöng frá Siglufirði í Fljót með tveim afgreinum.

Í Wikipedia sem er alfræðirit sem allir geta haft áhrif á segir:

„Strákar eða Strákafjall er fjall yst á Tröllaskaga, á milli Úlfsdala og Siglufjarðar. Nafnið mun vera afbökun úr Strókafjall eða Hvanneyrarstrókar en bergstrýtu uppi á norðurenda fjallsins munu vera hinir eiginlegu Strákar eða Strókar.

Nyrsti tindurinn kallast Strákahyrna (Strókahyrna). Hátindur fjallsins heitir Skrámuhyrna en syðst er Hvanneyrarhyrna. Upphaflega mun fjallið þó hafa kallast Fljótahorn en þegar sýslumörkum var breytt þannig að þau lágu ekki lengur um fjallið hvarf það nafn.

Siglufjarðarvegur liggur neðarlega í fjallinu að vestan og í gegnum það um Strákagöngjarðgöng sem opnuð voru árið 1967“.

Sumarið 1964 fóru fjórir skipverjar af síldarbát frá Norðfirði í gönguferð að munna væntanlegra jarðganga (Strákagöng, vegur nr. 76) og var þá þessi skemmtilega mynd tekin.
Mynd ©Vegagerðin: Jóhann Zöega. 

„Strákagöng eru jarðgöng sem gerð voru í gegnum fjallið Stráka nyrst á Tröllaskaga, vestan Siglufjarðar. Um þau er ekið til að komast til Siglufjarðar úr vestri og voru þau lengi eini akvegurinn til Siglufjarðar sem fær var allt árið.

Mynd tekin 20. júní 1950

Hugmyndin um gerð jarðganga til Siglufjarðar kom fyrst fram snemma á 20. öld en þá var enginn akvegur þangað og fóru allir flutningar fram sjóleiðina eða um háa og ógreiða fjallvegi sem vart voru hestfærir.

Bílvegur var þó lagður yfir Siglufjarðarskarð 1946 en hann var yfirleitt ekki fær nema fjóra til fimm mánuði á ári og dugði því alls ekki til að leysa samgönguvandræði Siglfirðinga.

Árið 1964 var haldin borgara fundur um samgöngumál á Siglufirði. Var vilji til að hefja jarðgangagerð í Strákafjalli þá um veturinn. Ekki bara út af bráðnauðsynlegum samgöngum, heldur líka vegna atvinnuleysis vegna svo sem aflabrests.

Sigurður Jóhannsson þáverandi vegamálastjóri vitnaði í að um þessar mundir hafi Þorleifur Einarsson jarðfræðingur ásamt öðrum verið að rannsaka berglög í Strákafjalli. Lágu þær rannsóknir þá þegar fyrir. Svo væru gerðar rannsóknir á grundvelli jarðfræði og svo bergrannsóknum. Þá var bent á að sérfræðingur í gerð jarðgangna sem Norska vegagerðin leggði til væri væntanlegur til ráðgjafar vegagerðinni varðandi Strákagöng á næstunni.

Um Héðinsfjarðargöng hinsvegar má segja.
Eitt sinn kom Sverrir Sveinsson rafveitustjóri á Siglufirði og varaþingmaður Norðurlands vestra hlaupandi að heiman frá sér, í Vélskóla Siglufjarðar við framhaldsdeild Gagnfræðaskóla Siglufjarðar árið 1975 og kvaðst þurfa að fara í næstu viku suður, til að sitja á Alþingi Íslendinga. Kvaðst hann ekki geta sinnt kennslu á meðan. Spurði hann nemendurna hvaða tillögu hann ætti að flytja á Alþingi sem nýttist Siglufirði, og þjóðinni allri sem best. Tilaga um jarðgöng frá Siglufirði og til Ólafsfjarðar (Héðinsfjarðargöng) fékk mestan fjölda atkvæða.

Stuttu seinna þurfti nemandinn, er flutti tillöguna í Vélskólanum að gera sína skattskýrslu.

Sagði hann þá skattstjóra Norðurlands vestra frá málavöxtu varðandi hugmyndina um jarðgöngin.

Þá sagði Bogi á skattinum. „Þetta átt þú alls, alls ekki að gera drengur minn svona á þig kominn eins og þú ert. En mikið agalega, agalega var þetta nú samt gott hjá þér annars. Ef ég verð spurður einhvern tímann út í þetta mál, get ég sagt með sanni að, þetta hafi verið tekið fyrir á fundi á Siglufirði.“

Á síðu Veðurstofu Íslands er að finna kort og staðsetningu fjallstinda. Þar segir:
„Siglufjörður er girtur 600 til 900 m háum fjöllum á þrjá vegu, en er opinn til norðurs.

Ysta fjallið við vestanverðan fjörðinn nefnist Strákar, um 625 m hátt. Suður af því er Hvanneyrarhnjúkur, rúmlega 600 m hár. Hvanneyrarskál skilur að Hvanneyrarhnjúk og Hafnarhyrnu í suðri. Botn skálarinnar liggur í um 200 m hæð yfir sjó.

Toppur Hafnarhyrnu nefnist Óveðurshnjúkur og er um 687 m hár. Hafnarfjall er suður af Hafnarhyrnu og Snókur þar suður af. Skarðsdalur, sem gengur inn af Siglufirði að suðvestanverðu, sker sig inn í fjalllendið milli Snóks og Leyningssúlna.

Upp af Súlum rísa Hákambar í 847 m hæð. Hólsdalur er fyrir austan Leyningsbrúnir og Selfjall og sker sig inn í fjalllendið suður af Siglufirði. Austur af Hólsdal rísa Hólshyrna og Hólsfjall upp í 687 m hæð. Norðaustan við Hólshyrnu liggur Skútudalur og þar norður af rís Hestskarðshnjúkur, 855 m, og Staðarhólshnjúkur. Skollaskál liggur vestan undir þessum tveimur hnjúkum. Kálfsdalur er lítill dalur sem skilur Staðarhólshnjúk og Hinrikshnjúk frá fjalllendinu austur og norður af. Þetta fjalllendi liggur í um 600 m hæð og nefnist miðhluti þess Nesskriður en nyrsti hluti þess nefnist Nesnúpur.

Siglunes gengur út í mynni Siglufjarðar að norðaustanverðu. Svæðið sem fjallað er um í þessari skýrslu nær frá Jörundarskál í suðri og norður fyrir Hvanneyrarskál. Þessu svæði er skipt niður í fjögur svæði.

Syðst er svæði A: Jörundaskál – Strengsgil, sem afmarkast í norðri af Ytra-Strengsgili og að sunnanverðu af syðri mörkum Jörundarskálar.

Svæði B: Skriðulækir, afmarkast að norðanverðu af syðri mörkum Fífladalagils og að sunnanverðu af Ytra-Strengsgili.

Svæði C: Gimbraklettar, afmarkast að norðanverðu af Hvanneyrarskál og að sunnaverðu af Fífladalagili og svæði D:

Hvanneyrarskál, afmarkast að sunnanverðu af syðri mörkum Hvanneyrarskálar og að norðanverðu af nyrðri mörkum byggðarinnar“.

Á síðu vegagerðarinnar segir:

„Árið 1954 var rætt um á Alþingi, að leggja veg fyrir Stráka, meðfram sjónum, eða gera göng úr botni Siglufjarðar til Fljóta. Hefðu þau þá orðið um fimm kílómetrar að lengd og mjög dýr. Síðar kom fram sú hugmynd að leggja veg úr Fljótum út með ströndinni að Strákum og gera mun styttri og ódýrari göng þar í gegn til Siglufjarðar.

Varð sú leið ofan á og hófst vegagerðin sumarið 1956. Hún gekk þó fremur hægt, bæði vegna fjárskorts og vegna erfiðra aðstæðna en vegurinn liggur víða utan í bröttum fjallshlíðum.

Gerð Strákaganga hófst 1959 og voru þá grafnir um 30 metrar en kraftur var ekki settur í framkvæmdir fyrr en sumarið 1965. Síðasta haftið var sprengt 17. september 1966 og göngin voru svo opnuð 10. nóvember 1967. Voru þau önnur í röð jarðganga fyrir bílaumferð á Íslandi. Göngin eru 793 metrar á lengd. Upphaflega áttu þau að vera tvíbreið en frá því var horfið og eru þau einbreið með útskotum”.

Ég sem starfsmaður áhaldahúss Siglufjarðar fór á mínum bíl með starfsmanni Jarðvísindastofnunar með jarðsjá að skoða vegin við jarðsig við Mánárskriður hér um árið. Það blasti við ljót sjón.

Holrými af völdum neðanjarðar straums vatns, er hafði skoppað þarna ofan á ísaldarhellunni sem er þarna á tveggja til sex metra dýpi. Einnig voru þarna tveggja metra breið og annað eins á hæð holrýmisgöng ofanfrá í fjallinu og niður fyrir þjóðveginn. Þetta getur hrunið niður hvenær sem er, og svo myndast annað eins aftur og aftur í rigningu.

Í jarðsjánni mátti líka sjá stóra neðanjarðar hellamyndun undir veginum og ofan við hann. Ég óttast að þegar búið er að rigna niður nokkru magni af bleytu, renni fjallshlíðin rólega niður eftir fjallinu hindrunarlaust.

Það er staðreynd að það má sjá mórauðan sjó, framundan jarðsiginu tveimur sólarhringum eftir miklar rigningar, sem vara svo í þrjá sólarhringa, eftir að það hættir að rigna. Svo fréttir maður að fræðingar að sunnan telji að, landslagið þarna dúi laust eins og svampur og geti sigið niður og fram í rigningu.

Til að hafa greiða og velfæra leið frá Húsavík til Blönduós svo sem gegnum Vaðlaheiði jarðgöng og þar áfram ný göng í gegnum Ólafsfjarðarmúlann en innanvið Sauðanes við Dalvík og ný göng Siglufjörður – Fljót þarf líka heilborun í leiðinni úr Fljótum til Hofsóss. Þaðan er svo greið leið á Sauðárkrók yfir Þverárfjall til Blönduós. Og svo þaðan suður til Reykjavíkur.

Kvikmyndaklúbbur Siglufjarðar með 8mm filmum skipti oft með sér verkum með gagnöflun. Það voru til dæmis tveir sem gerðu heilan þátt um frystihús SR Siglufirði síðar Þormóðs ramma. Allir vildu þeir svo gera heila þáttaseríu um gerð Strákaganga.

Um það leyti er verið var að gera vegaframkvæmdir að Strákagöngum vestanvert, þá hófst mikið kapphlaup, Hver skyldi vera fyrstur á bifreið út á Sauðanes. Bílaflotinn var við Heljartröðina og biðu menn eftir að toppurinn neðan við Herkonugil, sem var mjó strýta uppávið, væri jöfnuð við jörðu. Þá gátu bílarnir komist yfir fyrstu hindrunina. En þegar komið var að ánni við Máná, þá sagði Jón: “Nú skulu mínir menn halda á dúkkubílnum yfir ána. Setja hann svo niður hinumegin, halda svo keppninni áfram.”

En einn af minnstu bílunum á Siglufirði vann svo þessa keppni á endanum frétti ég. Kannski að sá minnsti geti orðið stærstur, alla vega fyrstur.

Það var svo ákveðið, sennilega af sérfræðingum að sunnan, að hætta við tvíbreið bein jarðgöng og hafa Strákagöngin einbreið með útskotum að norðaustan verðu, einnig með talsverðri styttingu með því að sveigja göngin til norðurs er inn var komið.

Þar með er farið ansi utarlega í fjallinu, það sem verra er, unnið í lausu grjóti, sem seinna getur hrunið alveg saman, en það sem enn verra er.

Ljósmyndir (gamlar) er varnarliðið tók vegna sinnar kortagerðar af landinu og hafði lánað björgunarsveit Skátum á Siglufirði, var hægt að sjá, að vötn mynduðust þarna í fjallshlíðum beint ofanvið þar sem fyrirhugað var að hafa jarðgöngin. Var talið að þar með yrði síleki vatns á ferðinni sem ekki væri hægt að þétta né stöðva.

Þegar yfirmaðurinn við gerð Strákaganga sem var norskur frétti þetta, lét hann af störfum. Kvaðst fría sig við þessum eftirá breytingum alltaf hreint, á þessari jarðgangnagerð. Fór hann svo til síns heima.

Á vef, Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands 2020 í kaflanum Siglufjörður og Skarðsdalur segir.

„Á Siglufirði hefur verið byggð frá landnámi þegar Þormóður rammi Haraldsson settist að á Siglunesi. Siglufjörður var mjög einangraður og lítill kaupstaður framan af en byggðist hratt upp á 19. og 20. öld með mikilli hákarlaútgerð og svo síðar síldarútvegsins. Með síldarævintýrinu stækkaði Siglufjörður ört og laðaði tugþúsundir verkafólks að áður en ævintýrinu lauk árið 1968 (Fjallabyggð). Í upphafi var helsta aðkoma að bænum sjóleiðina og þegar ekki var fært út fjörðinn þurfti fólk að ferðast um fjallvegi í gegnum Hestskarð í austur, Siglufjarðarskarð í suðri og stundum vesturleiðina í gegnum Afglapaskarð sem voru öll snjóþung og hættuleg að vetrarlagi. Siglufjarðarskarð um Skarðsdal sést á mynd 1 og var helsti bílvegur til og frá Siglufirði en þar var klöppin sprengd niður árið 1946 og var hann mikilvæg viðbót við sjóleiðina. Árið 1967 voru Strákagöng opnuð og opnuðu heiminn enn fremur fyrir bæjarbúum

Siglfirðingar hafa lengi verið þekktir fyrir skíðaiðkun en hér á landi var hún fyrst stunduð á Norðurlandi á 19. öld og margir af bestu skíðamönnum landsins komu frá Siglufirði og nærliggjandi fjörðum. Siglfirðingar ferðuðust oft í gegnum Hestskarð og Siglufjarðarskarð að vetri á skíðum og þurftu læknar, ljósmæður og póstur að fara oft þar í gegn. Elstu skíði sem eru varðveitt á Íslandi eru frá Jakobínu Svanfríði Jensdóttur ljósmóður frá Siglufirði. Sumir af fremstu skíðamönnum Íslands hafa komið frá Siglufirði en fyrsta skíðafélag Siglfirðinga var stofnað árið 1920 með mikilli uppsveiflu í skíðaiðkun og áhuga hjá landanum (Fjallabyggð, á.).

Segja má að Siglfirskra skíðafærnin eigi margt að þakka síldarævintýrinu, en þegar slakaði á atvinnulífinu á veturna gat fólk stundað skíði af miklu kappi.

Margir norskir síldarmenn fluttu til Siglufjarðar með fyrsta flokks skíði frá heimalandinu en annars voru skíði lengi smíðuð úr síldartunnustöfum. Það mætti í raun kalla Siglufjörð skíða- og síldarbæinn.“

Loksins þegar borað verður frá Siglufirði til botns Nautadals í Fljótum, þá lenda verktakarnir í vandræðum með síðasta spölinn. Strax og farið verður að grafa fyrir göngunum eða heilborinn er að komast í gegn Fljótamegin lendir hann í annað sinn í ísaldarhellunni.

Landið við Málmey Skagafirði og út allan Tröllaskagann er nýlegasti hluti Íslands. Þar er sums staðar ekki nema 2metrar niður á ísaldarhelluna.

Sums staðar er sagt að hún komi upp á yfirborðið á stórstraumsfjörum. Er hún þá hættuleg öllum skipum. Til dæmis rétt norður af Siglunes tá.

Út af Eyjafirði er Grímsey sem er vestast á Skjálfanda svæðinu, þar hafa verið snarpir skjálftar oft á tíðum svo sem neðanjarðakviku hlaup á meðan land reis og seig við Kröfluvirkjun meðan hún var í byggingu og engin þorði að færa húsið um lengd sína í aðra hvora áttina þegar vitað var að húsið stæði á sprungu. Svo var bygginga reglugerð breytt til betri vega. Þessi kvikuhlaup frá Kröflusvæðinu enduðu viku seinna sem skjálftavirkni á Skjálfanda svæðinu, og maðurinn að sunnan er enn að klóra sér í höfðinu.

Við eigum heldur ekki að vera með vegi í sjó fram þar sem stórir og sterkir jarðskjálftar koma ótt og títt. Heilborum í gegnum fjöllin þar sem fjallið er hæst. Þá eru berglög traustust, verkið varanlegast, og engin þarf að klóra sér í höfðinu.

Heimildaskrá:
Ljósmyndir af netinu
Textaöflun Vegagerðin, Veðurstofan, Wikipedia
Umhverfisvísindadeild Háskóli Íslands
Ljósmynd 1: Vegagerðin: Jóhann Zöega.
Ljósmynd 2: Ólafur Ragnarsson
Ljósmynd 3: Ljósmyndari Kristfinnur Guðjónsson, Jóhann Þorfinnsson stendur nálægt bílnum og Friðgeir Árnason uppá snjóskaflinum í Siglufjarðarskarði.
Ljósmynd 4: Ljósmyndasafn Síldarminjasafn Íslands
Kort: Veðurstofa Íslands
Ljósmynd 5: Ljósmyndir af netinu
Ljósmynd 6: Viðar Jóhannsson
Ljósmynd 7 og 8 : Kristján Jón Dýrfjörð
Ljósmynd 9: Kristfinnur Guðjónsson Varveisluaðili Síldarminjasafn Íslands
Kort: Af netinu
Ljósmynd 10: Heimildir: Wikipedia/Alþingi Myndir: Jón Ólafsson
Ljósmynd:11 Þorsteinn Sæmundsson 2004

Samantekt Viðar Jóhannsson