Popp bræðurnir Jón Jónsson og Frikki Dór eru heldur betur mættir með sumarið með lagið þeirra Dansa.

Þetta er líflegur sumarsmellur sem verður leikinn á FM Trölla í dag, í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá á sunnudögum kl. 13 – 15.

Lagið kom fyrst út á plötu Jóns „Lengi lifum við“ í haust án Frikka, en það var fullkomið efni í sumarlag þannig að Jón fékk Frikka til að taka sinn snúning og saman settu þeir lagið í glænýjar sumarnærbuxur með hjálp Pálma Ragnars Ásgeirssonar.