Guðmundur R. Gíslason er tónlistarmaður í Neskaupstað, of kenndur við hljómsveitina SúEllen sem hann lék með í denn.

Undanfarin 5 ár hefur Guðmundur R einbeitt sér að sólóferli, og var að senda frá sér nýtt lag sem verður á 4. sólóplötu hans sem kemur út síðsumars í ár. SúEllen er líklega best þekkt fyrir lög eins og Elísa, Ferð án enda og Kona.

Nýja lagið sem heitir Finnum út úr því (Føroyskur dansur) er ferskur rokkari og textinn með vísun í færeyskan hringdans.

Lagið verður leikið í dag, í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá FM Trölla alla sunnudaga kl. 13 – 15.

Guðmundur R gaf út sólóplötur 2017 og 2020 sem báðar urðu fyrir valinu plata vikunnar á Rás 2, og lög af þeim komust á vinsældalista. Má þar nefna lagið Perla, sem Bubbi söng með Guðmundi.

Í lok síðasta árs fékk Guðmundur R. Menningarverðlaun Sambands sveitarfélag á Austurlandi fyrir tónlistarferil sinn.

Guðmundur R á Spotify


Lagið:

Finnum út úr því (Føroyskur dansur)

Lagið er rokklag í ferskum takti og textinn er með vísun í færeyska hringdansinn. Þar taka allir höndum saman, syngja og dansa í sólarátt. Auðvitað viljum við öll vaka á meðan nóttin er ung og björt og þá gleymum við áhyggjum og finnum út úr þeim síðar, eins og segir í textanum.

Guðmundur R syngur, raddar, forritar og spilar á hljómborð
Jón Ólafsson stýrir upptökum og spilar á hljómborð
Guðni Finns er á bassa
Arnar Gíslason á trommum
Addi 800 hljóðblandar og hljómjafnar