Sunnudagur er genginn í garð. Það þýðir að í gær var laugardagur og heill hellingur var um að vera þann laugardaginn. Til dæmis var söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva (evrópumeistarakeppni í tónlist) haldin í Torino á Ítalu sem lauk með sigri Úkraínumanna, Liverpool varð bikarmeistari í enska boltanum og sveitasjórnarkosningar fóru fram á Íslandi í gær.
Allt eru þetta “í gær” tíðindi.

Í dag heyrum við engin Eurovisionlög. Það er í ykkar þágu.

En þeir flytjendur sem spila í þættinum Tónlistin í dag eru meðal annara Bríet, Daði Freyr, Guðmundur R. SúEllen, The Doobie brothers, Vök, Júlí Heiðar, Páll Óskar, bræðurnir Friðrik Dór og Jón Ragnar og Mannakorn.

Fyrsta lag þáttarins er auðvitað íslenskt og einmitt flutt af hljómsveinni Mannakorn.

Hlustið á þáttinn Tónlistin á FM Trölla og á trölli.is

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum https://trolli.is/

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is