Þetta lag er um nákvæmlega það sem þú heldur að það sé! ;-)“

Út er komið nýtt lag með Páli Óskari. Lagið heitir Djöfull er það gott, og er fyrsta lagið sem Páll Óskar gefur út í þrjú ár. 

Lagið sömdu þeir Sveinn Marteinn Jónsson og Egill Örn Rafnsson. Páll Óskar samdi textann.

Sveinn Marteinn er búsettur í London þar sem hann starfar við tónlist og hefur í gegnum tíðina samið fjölda laga fyrir aðra tónlistarmenn. Lagið er tekið upp af Sveini og Agli.

Egill Örn er trommari þungrarokkssveitarinnar Dimmu. En áður hefur hann meðal annars lamið húðir með Sign, Woofer, Mugison, Grafík, Ladda, Noise, Buttercup, Bjartmari Guðlaugssyni og Lay Low.

Um Pál Óskar

Páll Óskar hefur gefið út tónlist síðan 1993 en kom fyrst fram árið 1991 í Rocky Horror sýningu Leikfélags MH. Árið 2017 kom út Kristalsplatan sem var sjötta breiðskífa Páls Óskars. 

Páll Óskar er án efa einn þekktasti tónlistarmaður Íslands síðari áratuga og fagnaði 50 ára afmæli á dögunum. Stóra systir Palla heitir Sigrún Hjálmtýsdóttir – Diddú, sem einnig hefur margoft sungið sig inn í hjörtu landsmanna.

FM Trölli er með lagið í spilun.