Haldið var upp á sólardaginn á margvígslegan hátt á Siglufirði í gær. Eitt af því sem gladdi hjörtu bæjarbúa var að sjá skólabörn Fjallabyggðar sem sungu til sólarinnar eftirfarandi vísur:

Sól er yfir Siglufirði
sumarheið og skær,
blálygn sundin, bjartur spegill
bliki á þau slær.
Fjöllin eins og varnarvirki
vaka nær og fjær.
Fjöllin eins og varnarvirki
vaka nær og fjær

Sól er yfir Ólafsfirði
öllum gleði ljær
Blálygnt vatnið, bjartur spegill
bliki á það slær.
Inn með firði fjöllin vaka
fannhvít nær og fjær.
Inn með firði fjöllin vaka
fannhvít nær og fjær.

Ingólfur á Prestsbakka samdi fyrra erindi ljóðsins um sólina yfir Siglufirði. Guðný Róbertsdóttir samdi hins vegar Ólafsfjarðarerindið til að skapa jafnvægi í hugum skólabarnanna þegar þau sungu sólarbraginn. Þórarinn Hannesson samdi lagið.

 

Mynd: Andri Hrannar Einarsson